Einangraðar yfirbyggingar
Kæli- og frystiyfirbyggingar eru hannaðar af IGLOOCAR til þessa að uppfylla óskir viðskiptavina.
Við getum boðið ýmsar gerðir kæla og frystivéla allt eftir þörfum viðskiptavina, skilrúm, vörulyftur og fleira þannig að ökutæki kemur fullbúið frá verksmiðjunni Igloocar.
Í boði er kælivélar og vörulyftur frá helstu framleiðendum svo sem frá Thermo King, Carrier, Webasto, skilrúm frá Loadlok og vörulyftur frá Palfinger, Bar, Dhollandia.
Einangruð yfirbygging FNA eða FRC og búnaður:
Hliðar, þak og framgafl eru gerð úr samlokum Polyester plötum að utan og innan og einangrunar efni á milli.
Burðarvirki undir yfirbyggingu er gert úr beygðu galvanhúðuðu stáli
Einangrað gólf getur verið með epoxy gólfefni og grófu yfirborði eða álplötu (getur verið heil plata)
Horn og burðarvirki að utan úr rafhúðuðu áli
Afturgafl ryðfrítt stál
Að aftan lokað með hurðum eða lyftublaði og hlera
Innfelld LED ljós í lofti með rofa í ökumannshúsi eða rofi með tímaliða í yfirbygginunni
Að innan við gólf 30 cm hár ál listi til að hlífa hliðum
Hliðar innan geta verið klæddar áli eða rúsfríum plötum eftir ósk kaupanda
Gerð bindirenna eftir óskum kaupanda, utan á liggjandi, að hluta innfelldar eða innfelldar
Undirakstursvörn í hliðum
Verkfærakistur úr plasti eða rústfríu stáli
Bakkmyndavélar
Litaval eftir RAL kerfinu fyrir bíla, tengi- og festivagna
Festingar í gólfi
Slorrennur í gólfi
Slortankar undir yfirbyggingu
Rennur og króka í lofti til kjötflutninga
Frágangur í samræmi við reglur um gerð og búnað ökutækja
Aurhlífar plast eða rústfrítt stál
Ýmsar gerðir hliðarhurða allt að heilopnun 8,6m. Hurðirnar eru mjög stöðugar, vandaðar og haldast lokaðar þó bíllinn sé skakkur eða gamall
Vörulyftur frá: 500kg – 3000kg
Stál-eða álpallar lengd frá 1,6m til 2,4m – breidd eftir óskum kaupanda
Þráðlausar fjarstýringar
Val á litum eftir RAL kerfinu